Enski boltinn

Fleiri breytingar á skrif­stofu Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruce Buck, Marina Granovskaia og Petr Cech. Þegar tímabilið hefst í haust verður Cech líklega einn eftir.
Bruce Buck, Marina Granovskaia og Petr Cech. Þegar tímabilið hefst í haust verður Cech líklega einn eftir. Marc Atkins/Getty Images

Ekki nóg með að enska knattspyrnufélagið Chelsea mæti til leiks með nýja eigendur í haust heldur virðist sem allt helsta fólkið af skrifstofu félagsins verði einnig horfið á braut.

Í gær, mánudag, bárust fréttir af því að Bruce Buck – formaður félagsins frá árinu 2003 – hafi ákveðið að segja starfi sínu lausu og stíga til hliðar. Framkvæmdastjóri félagsins, Marina Granovskaia, fer nú sömu leið ef marka má heimildir The Athletic.

Granovskaia hefur einnig verið hjá félaginu síðan 2003 en tók við stöðu í stjórn þess tíu árum síðar. Hefur hún séð um samningamál Chelsea á þeim tíma.

Hinn 76 ára gamli Buck hefur þegar staðfest að nú sé kominn tími fyrir hann til að hætta og leyfa nýjum eigendum að byggja á þeim sterka grunni sem til staðar sé hjá Chelsea. Þó Granovskaia sé öllu yngri eða aðeins 47 ára þá virðist sem hún sé nú að feta í sömu spor.

Það er ljóst að Chelsea mætir með mikið breytt lið til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Töluverðar breytingar virðast ætla að vera á leikmannahópi liðsins, þá verða nýir eigendur í stúkunni, nýr formaður og að því virðist nýr framkvæmdastjóri.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.