Hættur aðeins þrítugur Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 18:21 Mito Pereira er hættur eftir tíu ára feril sem atvinnumaður í golfi. Getty/Angel Martinez Kylfingurinn Mito Pereira, sem þekktastur er fyrir að hafa kastað frá sér afar óvæntum sigri á PGA meistaramótinu fyrir þremur árum, hefur ákveðið að setjast í helgan stein aðeins þrítugur að aldri. Pereira, sem er Sílebúi, tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Atvinnumannsferill hans spannaði því tíu ár en Pereira kveðst einfaldlega hafa viljað draga úr ferðalögum og einbeita sér að fjölskyldu sinni. Hann hefur leikið á LIV-mótaröðinni síðustu þrjú keppnistímabil og samtals unnið þrettán sigra á mismunandi mótaröðum á ferlinum. Merkasti árangur hans var á PGA meistaramótinu árið 2022, sem var aðeins annað risamótið sem Pereira spilaði á, því þar endaði Pereira í 3. sæti. Hann hafði hins vegar verið afar nálægt því að vinna mótið því hann hóf lokahringinn með þriggja högga forskot og var enn með eins höggs forskot á lokaholunni en fékk þar tvöfaldan skolla og endaði höggi á eftir Justin Thomas og Will Zalatoris. Thomas endaði á að vinna mótið í bráðabana. „Eftir mörg ár í tengslum við þessa fallegu íþrótt þá breytist forgangsröðunin eðlilega. Í dag vil ég fyrst og fremst hætta stöðugum ferðalögum, snúa heim til Síle og einbeita mér að einkalífinu,“ sagði Pereira í tilkynningu sinni í dag. „Ég varði mörgum árum að heiman, í öðrum löndum, óteljandi vikum á hótelum og á flugvöllum. Núna er kominn tími á hlé. Síle er minn staður í heiminum og fjölskyldan er það sem ég lifi fyrir. Golfið kenndi mér þrautseigju, að takast á við bæði góðar og erfiðar stundir, og að tileinka mér aga og markmiðasetningu. Ég tel mig vel undirbúinn fyrir það sem fram undan er,“ sagði Pereira. Golf Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Pereira, sem er Sílebúi, tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Atvinnumannsferill hans spannaði því tíu ár en Pereira kveðst einfaldlega hafa viljað draga úr ferðalögum og einbeita sér að fjölskyldu sinni. Hann hefur leikið á LIV-mótaröðinni síðustu þrjú keppnistímabil og samtals unnið þrettán sigra á mismunandi mótaröðum á ferlinum. Merkasti árangur hans var á PGA meistaramótinu árið 2022, sem var aðeins annað risamótið sem Pereira spilaði á, því þar endaði Pereira í 3. sæti. Hann hafði hins vegar verið afar nálægt því að vinna mótið því hann hóf lokahringinn með þriggja högga forskot og var enn með eins höggs forskot á lokaholunni en fékk þar tvöfaldan skolla og endaði höggi á eftir Justin Thomas og Will Zalatoris. Thomas endaði á að vinna mótið í bráðabana. „Eftir mörg ár í tengslum við þessa fallegu íþrótt þá breytist forgangsröðunin eðlilega. Í dag vil ég fyrst og fremst hætta stöðugum ferðalögum, snúa heim til Síle og einbeita mér að einkalífinu,“ sagði Pereira í tilkynningu sinni í dag. „Ég varði mörgum árum að heiman, í öðrum löndum, óteljandi vikum á hótelum og á flugvöllum. Núna er kominn tími á hlé. Síle er minn staður í heiminum og fjölskyldan er það sem ég lifi fyrir. Golfið kenndi mér þrautseigju, að takast á við bæði góðar og erfiðar stundir, og að tileinka mér aga og markmiðasetningu. Ég tel mig vel undirbúinn fyrir það sem fram undan er,“ sagði Pereira.
Golf Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira