Stóreignir bendlaðar við Pútín virðast reknar í „samvinnufélagi“ Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 11:23 Pútín hefur alla tíð svarið af sér sveitasetur og snekkjur sem bendlaðar hafa verið við hann. Allar þær helstu tengjast í gegnum leynilegt tölvupóstlén. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að hallir, snekkjur og vínekrur sem bendlaðar hafa verið við Vladímír Pútín Rússlandsforseta tengist innbyrðis og að þær séu jafnvel reknar í einhvers konar óformlegu samvinnufélagi. Verðmæti eignanna er metið á meira en 590 milljarða íslenskra króna. Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin. Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin.
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira