Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 12:26 Köttur í Reykjavík sem tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum. Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira