Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 14:57 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira