Innlent

Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann

Kjartan Kjartansson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi við Landspítalann í Fossvogi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi við Landspítalann í Fossvogi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/VIlhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót.

Lögreglan á Suðurlandi hefur aðeins sagt að alvarlegt umferðarslys hafi orðið en hvorki veitt upplýsingar um fjölda slasaðra né hversu alvarleg meiðsli þeirra eru.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir við Vísi að þyrlan hafi lent með einn slasaðan við Landspítalann í Fossvogi um klukkan sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um þann slasaða.


Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys austur af Vík

Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×