Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD“, segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. . Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum. Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum.
Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira