Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundartanga Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 16:28 Álver Norðuráls á Grundartanga. Landsvirkjun Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur. Loftgæðamælingar á flúor við mælistöðina á Kríuvörðu voru fyrir ofan viðmiðunarmörk í starfsleyfi Norðuráls. Styrkur loftkennds flúors og flúors í svifryki í andrúmslofti rúmlega tvöfaldaðist þar milli ára og hefur aldrei mælst hærri. Aðrar mælingar á flúor voru innan starfsleyfismarka Norðuráls. Styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis var í öllum tilvikum undir umhverfismörkum. Aðrar loftgæðamælingar í andrúmslofti uppfylltu viðmiðunarmörk í reglugerðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Eflu verkfræðistofu vegna umhverfisvöktunar á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Að sögn Eflu tengjast óvenju háar niðurstöður fyrir flúor og brennistein hugsanlega staðsetningu mælistöðva, veðurfari og áhrifum frá eldgosinu í Geldingadölum. Styrkur nituroxíða, svifryks og bensó(a)pýrens mældist í öllum tilvikum undir skilgreindum umhverfismörkum. Á Kríuvörðu mældist magn áfallins flúors og súlfats með úrkomu mjög hátt miðað við undanfarin ár en á Gröf II mældist magn áfallins flúors og súlfats svipað og árin á undan. Sýrustig úrkomu mældist það lægsta frá upphafi mælinga á öllum mælistöðvum, að því er fram kemur í samantekt Eflu. Ekki eru skilgreind umhverfismörk í reglugerðum fyrir styrk uppleystra efna og sýrustig í úrkomu. Styrkur flúors ekki mælst hærri í Kalmansá og Urriðaá Styrkur flúors í Kalmansá og Urriðaá var sá hæsti á seinasta ári frá upphafi mælinga í báðum ám. Sýrustig og meðalstyrkur flúors og súlfats var þó í öllum vöktunarám innan þeirra marka sem skilgreind eru í neysluvatnsreglugerð. Styrkur flúors í dragánum hefur haldist óbreyttur undanfarin ár og er um fjórum sinnum lægri en í Kalmansá og Urriðaá. Mælingar í gróðri leiddu í ljós að niðurstöður fyrir flúor í grasi árið 2021 voru óvenjulegar. Að sögn Eflu var hækkun á flúor í grasi á öllum svæðum milli ára nema í Stekkjarási sem er innan þynningarsvæðisins í kringum iðnaðarsvæðið. Mest var hækkunin í Kjós og í viðmiðunarsýnum í Skorradal og hefur viðlíka hækkun aldrei sést áður síðan þar hófst vöktun. Álver Norðuráls á Grundartanga var gangsett árið 1998.Vísir/Vilhelm Í öllum tilvikum mældist flúor í grasi þó undir töldum þolmörkum grasa og undir reglugerðarmörkum um magn flúors í fóðri, að sögn Eflu. Hækkun var á meðalstyrk flúors í grasi bæði norðan og sunnan fjarðar miðað við árið 1997 en engin breyting var miðað við árið 2007. Niðurstöður fyrir flúor í laufi sýna sömu fylgni og grassýnin. Flúor hækkaði á milli ára á öllum svæðum nema Stekkjarás sem er innan þynningarsvæðis. Hækkunin var mest í Kjós og austan iðnaðarsvæðisins, og í viðmiðunarsýnunum í Skorradal. Styrkur flúors í laufi mældist á öllum vöktunarstöðum undir þolmörkum lauftrjáa. Engin breyting var á meðalstyrk flúors í eins árs eða tveggja ára barri norðan fjarðar miðað við árið 1997 og árið 2007. Hins vegar mældist hækkun á meðalstyrk flúors í eins og tveggja ára barri sunnan fjarðar miðað við árið 1997, en engin breyting miðað við árið 2007. Aldrei mælst hærri styrkur flúors í lambi Jafnframt kemur fram í skýrslu Eflu að meðalstyrkur flúors í lömbum austan, norðan og norðvestur af iðnaðarsvæðinu hafi ekki mælst jafn hár síðan 2007. Meðalstyrkur flúors í lömbum frá öðrum vöktunarbæjum norðan fjarðar hafi verið innan þeirra sveiflu sem mælingar hafi sýnt frá árinu 2007. Ekki eru skilgreind viðmiðunarmörk í íslenskum reglugerðum fyrir styrk flúors í kjálkabeinum lamba eða fullorðins fjár. „Frá því að vöktun hófst hefur aldrei áður mælst hærri styrkur flúors í lambi. Í tveimur tilfellum mældist flúor yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn og í einu tilfelli yfir þeim mörkum þar sem hætta er talin á tannskemmdum í dádýrum,“ segir í skýrslunni. Þó hafi ekki verið greinilegt samband milli tannheilsu og styrks flúors í kjálkabeinum lamba. Árið 2021 var breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í kjálkum lamba norðan fjarðar miðað við árin 1997 og 2020, en var óbreyttur miðað við árið 2007. Sunnan fjarðar var meðalstyrkur flúors hærri árið 2021 miðað við árin 1997, 2007 og 2020. „Frá einum bæ mældist meðalstyrkur flúors í kjálkabeinum fullorðins fjár yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum í dádýrum. Meðalstyrkur flúors frá öðrum fimm bæjum var yfir viðmiðum, þar sem hætta er talin á tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn.“ Ástand tanna og liðamóta innan marka Ekki var marktæk breyting á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé norðan Hvalfjarðar miðað við árin 2007 og 2020 en marktæk hækkun var miðað við árið 1997. Sunnan fjarðar var marktæk breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé miðað við árin 1997, 2007 og 2020. Niðurstöður skoðunar dýralæknis á tönnum og liðamótum framfóta lifandi sauðfjár og hrossa gáfu til kynna að áhrif flúors séu ekki greinanleg. Að sögn Eflu var ástand tanna og liðamóta innan þeirra marka sem dýralæknir taldi eðlilegt. Niðurstöður fyrir ferskvatn, gras, sjó, krækling leiddu í ljós að öll viðmiðunarmörk voru uppfyllt sem sett eru í reglugerðum. Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2028 en tilgangur vöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi á iðnaðarsvæðinu á umhverfið. Árið 2021 voru gerðar mælingar á loftgæðum, ferskvatni, umhverfi flæðigryfja í sjó, lífríki sjávar, móareitum, gróðri og grasbítum. Alur Álvinnsla, Elkem Ísland og Norðurál Grundartangi taka þátt í umhverfisvöktuninni. Umhverfismál Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Loftgæðamælingar á flúor við mælistöðina á Kríuvörðu voru fyrir ofan viðmiðunarmörk í starfsleyfi Norðuráls. Styrkur loftkennds flúors og flúors í svifryki í andrúmslofti rúmlega tvöfaldaðist þar milli ára og hefur aldrei mælst hærri. Aðrar mælingar á flúor voru innan starfsleyfismarka Norðuráls. Styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis var í öllum tilvikum undir umhverfismörkum. Aðrar loftgæðamælingar í andrúmslofti uppfylltu viðmiðunarmörk í reglugerðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Eflu verkfræðistofu vegna umhverfisvöktunar á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Að sögn Eflu tengjast óvenju háar niðurstöður fyrir flúor og brennistein hugsanlega staðsetningu mælistöðva, veðurfari og áhrifum frá eldgosinu í Geldingadölum. Styrkur nituroxíða, svifryks og bensó(a)pýrens mældist í öllum tilvikum undir skilgreindum umhverfismörkum. Á Kríuvörðu mældist magn áfallins flúors og súlfats með úrkomu mjög hátt miðað við undanfarin ár en á Gröf II mældist magn áfallins flúors og súlfats svipað og árin á undan. Sýrustig úrkomu mældist það lægsta frá upphafi mælinga á öllum mælistöðvum, að því er fram kemur í samantekt Eflu. Ekki eru skilgreind umhverfismörk í reglugerðum fyrir styrk uppleystra efna og sýrustig í úrkomu. Styrkur flúors ekki mælst hærri í Kalmansá og Urriðaá Styrkur flúors í Kalmansá og Urriðaá var sá hæsti á seinasta ári frá upphafi mælinga í báðum ám. Sýrustig og meðalstyrkur flúors og súlfats var þó í öllum vöktunarám innan þeirra marka sem skilgreind eru í neysluvatnsreglugerð. Styrkur flúors í dragánum hefur haldist óbreyttur undanfarin ár og er um fjórum sinnum lægri en í Kalmansá og Urriðaá. Mælingar í gróðri leiddu í ljós að niðurstöður fyrir flúor í grasi árið 2021 voru óvenjulegar. Að sögn Eflu var hækkun á flúor í grasi á öllum svæðum milli ára nema í Stekkjarási sem er innan þynningarsvæðisins í kringum iðnaðarsvæðið. Mest var hækkunin í Kjós og í viðmiðunarsýnum í Skorradal og hefur viðlíka hækkun aldrei sést áður síðan þar hófst vöktun. Álver Norðuráls á Grundartanga var gangsett árið 1998.Vísir/Vilhelm Í öllum tilvikum mældist flúor í grasi þó undir töldum þolmörkum grasa og undir reglugerðarmörkum um magn flúors í fóðri, að sögn Eflu. Hækkun var á meðalstyrk flúors í grasi bæði norðan og sunnan fjarðar miðað við árið 1997 en engin breyting var miðað við árið 2007. Niðurstöður fyrir flúor í laufi sýna sömu fylgni og grassýnin. Flúor hækkaði á milli ára á öllum svæðum nema Stekkjarás sem er innan þynningarsvæðis. Hækkunin var mest í Kjós og austan iðnaðarsvæðisins, og í viðmiðunarsýnunum í Skorradal. Styrkur flúors í laufi mældist á öllum vöktunarstöðum undir þolmörkum lauftrjáa. Engin breyting var á meðalstyrk flúors í eins árs eða tveggja ára barri norðan fjarðar miðað við árið 1997 og árið 2007. Hins vegar mældist hækkun á meðalstyrk flúors í eins og tveggja ára barri sunnan fjarðar miðað við árið 1997, en engin breyting miðað við árið 2007. Aldrei mælst hærri styrkur flúors í lambi Jafnframt kemur fram í skýrslu Eflu að meðalstyrkur flúors í lömbum austan, norðan og norðvestur af iðnaðarsvæðinu hafi ekki mælst jafn hár síðan 2007. Meðalstyrkur flúors í lömbum frá öðrum vöktunarbæjum norðan fjarðar hafi verið innan þeirra sveiflu sem mælingar hafi sýnt frá árinu 2007. Ekki eru skilgreind viðmiðunarmörk í íslenskum reglugerðum fyrir styrk flúors í kjálkabeinum lamba eða fullorðins fjár. „Frá því að vöktun hófst hefur aldrei áður mælst hærri styrkur flúors í lambi. Í tveimur tilfellum mældist flúor yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn og í einu tilfelli yfir þeim mörkum þar sem hætta er talin á tannskemmdum í dádýrum,“ segir í skýrslunni. Þó hafi ekki verið greinilegt samband milli tannheilsu og styrks flúors í kjálkabeinum lamba. Árið 2021 var breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í kjálkum lamba norðan fjarðar miðað við árin 1997 og 2020, en var óbreyttur miðað við árið 2007. Sunnan fjarðar var meðalstyrkur flúors hærri árið 2021 miðað við árin 1997, 2007 og 2020. „Frá einum bæ mældist meðalstyrkur flúors í kjálkabeinum fullorðins fjár yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum í dádýrum. Meðalstyrkur flúors frá öðrum fimm bæjum var yfir viðmiðum, þar sem hætta er talin á tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn.“ Ástand tanna og liðamóta innan marka Ekki var marktæk breyting á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé norðan Hvalfjarðar miðað við árin 2007 og 2020 en marktæk hækkun var miðað við árið 1997. Sunnan fjarðar var marktæk breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé miðað við árin 1997, 2007 og 2020. Niðurstöður skoðunar dýralæknis á tönnum og liðamótum framfóta lifandi sauðfjár og hrossa gáfu til kynna að áhrif flúors séu ekki greinanleg. Að sögn Eflu var ástand tanna og liðamóta innan þeirra marka sem dýralæknir taldi eðlilegt. Niðurstöður fyrir ferskvatn, gras, sjó, krækling leiddu í ljós að öll viðmiðunarmörk voru uppfyllt sem sett eru í reglugerðum. Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2028 en tilgangur vöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi á iðnaðarsvæðinu á umhverfið. Árið 2021 voru gerðar mælingar á loftgæðum, ferskvatni, umhverfi flæðigryfja í sjó, lífríki sjávar, móareitum, gróðri og grasbítum. Alur Álvinnsla, Elkem Ísland og Norðurál Grundartangi taka þátt í umhverfisvöktuninni.
Umhverfismál Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira