Fótbolti

Alfreð farinn frá Augsburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð er atvinnulaus.
Alfreð er atvinnulaus. Twitter/@FCA_World

Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag.

Hinn 33 ára gamli Alfreð var að glíma við meiðsli framan af leiktíð og tók aðeins þátt í tíu deildarleikjum Augsburg í vetur. Skoraði hann í þeim tvö mörk. Samningur hans við félagið rennur út 30. júní en það staðfesti á samfélagsmiðlum sínum að hann yrði ekki áfram.

Alfreð hefur verið á mála hjá Augsburg síðan sumarið 2016 og er alls óvíst hvað tekur við hjá framherjanum knáa. Hann hefur átt nokkuð erfitt með meiðsli á undanförnum árum og spilaði til að mynda aðeins 17 deildarleiki af 34 á þar síðustu leiktíð með Augsburg.

Alfreð hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum en áður en hann hélt til Þýskalands lék hann með Real Sociedad á Spáni, Olympiacos á Grikklandi, Heerenveen í Hollandi, Lokeren í Belgíu og Helsingborg í Svíþjóð.

Alfreð á að baki 61 A-landsleik og hefur skorað í þeim 15 mörk. Sá síðasti kom undir lok árs 2020 er hann spilaði í tapi Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×