Menning

Áður ó­­­séðar manna­­myndir Kjarvals á nýrri sýningu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ein af fjölmörgum mannamyndum eftir Jóhannes Kjarval sem verður til sýnis á sýningunni.
Ein af fjölmörgum mannamyndum eftir Jóhannes Kjarval sem verður til sýnis á sýningunni. Listasafn Reykjavíkur

Sýningin Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals verður opnuð hjá Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á morgun. Til sýnis verða allar sjálfsmyndir Kjarvals og mannamyndir frá ýmsum tímabilum.

Sýningin opnar klukkan 20 á morgun, fimmtudaginn 16. júní, á Kjarvalsstöðum og þar verður í fyrsta sinn sjónum beint að mannamyndum Kjarvals. 

Til sýnis verða meðal annars olíumálverk af þekktu fólki frá öllum tímabilum, vatnslitamyndir af ítölsku fólki frá 1920, rauðkrítarmyndir af fjölskyldu og nánum vinum og lítt þekktar andlitsmyndir frá seinni árum Kjarvals. Þá verða einnig allar fáanlegar sjálfsmyndir Kjarvals til sýnis á sýningunni.

Verkin á sýningunni eru úr Kjarvalssafneign Listasafns Reykjavíkur, frá Listasafni Íslands og frá einkasöfnurum sem hafa lánað verk sem mörg hver hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir.

Sýningin stendur yfir til 18. september 2022.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×