Innlent

„Ekkert sér­stakt veður“ á þjóð­há­tíðar­daginn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Útlit er fyrir rigningu á þjóðhátíðardaginn.
Útlit er fyrir rigningu á þjóðhátíðardaginn. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir blautt veður býsna víða á landinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem haldinn verður hátíðlegur næsta föstudag. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að ekkert sérstakt veður muni leika við landsmenn á föstudag.

„Það verður vel blautt veður hér á sunnan- og vestanverðu landinu fyrri partinn, og um mest allt land þegar líður á daginn en svo dregur úr úrkomu um kvöldið. Þannig það má gera ráð fyrir að hitinn verði einna skástur á norðaustur-horninu og við gætum séð um 15 stiga hita þar um miðjan dag,“ segir Óli í samtali við fréttastofu.

Hann segir því ekki líkur á að dagurinn muni standa uppúr sem mikill góðviðrisdagur en minnir fólk því á að klæða sig eftir veðri.

„Einhver góður maður sagði nú að það er ekki til vont veður, það er bara til vondur klæðnaður.“ 

Veðurspáin á 17. júní.veðurstofa íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×