Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 18:36 Bjarni Jónsson rifjaði upp þrotlausa baráttu náttúruverndarfólks og heimamanna í Skagafirði fyrir verndun Héraðsvatnanna. Nú stendur til að færa þau í biðflokk í rammaáætlun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni. Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni.
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39