Hálft ár síðan verkinu átti að ljúka og vegfarendur bíða spenntir eftir verklokum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2022 21:31 Arnaldur hjólar um Litluhlíð nær alla daga sem getur verið erfitt verk. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, semátti að klára átti í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum ekkert miðað við þá að reiðhjólum. Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56