Hálft ár síðan verkinu átti að ljúka og vegfarendur bíða spenntir eftir verklokum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2022 21:31 Arnaldur hjólar um Litluhlíð nær alla daga sem getur verið erfitt verk. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, semátti að klára átti í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum ekkert miðað við þá að reiðhjólum. Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56