Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 15:03 Lífið í Rússlandi gengur sinn vanagang. Oleg Nikishin/Getty Images Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“ Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira