Erlent

Fundu blóð við leitina að breska blaða­manninum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umræddur bátur þar sem leifar af blóði fundust.
Umræddur bátur þar sem leifar af blóði fundust. EPA-EFE/Brazilian Federal Police

Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

Philipps, sem sérhæft hefur sig í umfjöllun um Amason-svæðið var á ferð á svæðinu ásamt Bruno Pereira, sérfræðingi í málefnum ættbálka svæðisins. Ekkert hefur sést til þeirra síðan á sunnudag.

Eftir að hafa farið hægt af stað hafa lögregluyfirvöld sett aukinn kraft í leitina að mönnunum tveimur. Það hefur meðal annars skilað sér í því að leifar af blóði fundist í bát veiðimanns sem hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Lögregla mun senda blóðsýnið til rannsóknar til að athuga hvort um mannablóð eða dýrablóð sé að ræða.

Komið hefur í ljós að Pereira, sem meðal annars hefur barist gegn ólöglegum fiskveiðum á svæðinu, hafi fengið líflátshótanir í vikunni áður en þeir hurfu.

Báðir eru þeir reynslumiklir ferðamenn og höfði þeir skipulagt ferð sína um afskekkt svæði Amason-skógarins, í grennd við landamæri Perú og Brasilíu, vel.

Lögreglan útilokar ekki að þeir séu enn á lífi en telur að sama skapi ekki útilokað að mennirnir hafi verið teknir af lífi.

Lögregla segir að maðurinn sem var handtekinn hafi verið einn af þeim síðustu sem sá Phillips og Pereira á lífi. Sá hinn sami er einnig grunaður um ólöglegar fiskveiðar á svæðinu.


Tengdar fréttir

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×