Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 19:06 Halla Bergþóra vill fá að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi í svo flóknum málum sem þessum. vísir/vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. „Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim. Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim.
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira