Innlent

Inn­brots­þjófur stal stórri múffu úr kyn­líf­stækja­versluninni Blush

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gerður Arinbjarnar, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.
Gerður Arinbjarnar, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush. Vísir

Brotist var inn í kynlífstækjaverslunina Blush á Dalvegi klukkan sjö í morgun og greip innbrotsþjófurinn með sér múffu af stærri gerðinni. Þessu greinir Gerður Arinbjarnar, eigandi verslunarinnar frá.

Gerður segir innbrotið hafa verið ansi tilgangslaust þar sem peningakassinn hafi verið tómur og öryggiskerfi til staðar í versluninni en hún nefnir að augljóst sé á eftirlitsupptökum að maðurinn hafi vitað hvar múffurnar væru geymdar í versluninni. Á Instagram reikningi sínum hvetur hún fylgjendur sína til þess að hafa samband við lögreglu sjái þeir mann gangandi um Kópavoginn með múffu undir hendinni. Gerður segist vona að innbrotið hafi verið þess virði fyrir þjófinn og óskar þess að hann finni glerbrot í múffunni þegar hann ætlar nota tækið.

Málið er að sögn Gerðar í höndum lögreglu sem brást skjótt við og vill hún koma þökkum áleiðis til þess einstaklings sem hringdi í lögregluna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×