Minna talað á Alþingi í kvöld en oft áður Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2022 13:49 Eldhúsdagsumræður, öðru nafni almennar stjórnmálaumræður, hefjast á Alþingi klukkan 19:35 í kvöld. Vísir Breytt fyrirkomulag verður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld með það að markmiði að stytta umræðurnar. Forseti Alþingis segir til greina koma að breyta einnig fyrirkomulagi á umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á haustþingi og svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi á vorin hafa verið fastir liðir og í föstum skorðum eins lengi og elstu menn muna. Í báðum tilvikum hafa verið þrjár umferðir í umræðunum þar sem fulltrúar allra flokka á þingi taka til máls. Eldhúsdagsumræður fara fram klukkan 19:35 í kvöld og í þetta skiptið verða umferðirnar einungis tvær. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafi sýnt áhuga á að stytta umræðuna og einfaldasta leiðin hafi verið að fækka umferðum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafa náð samkomulagi um að fækka umferðum úr þremur í tvær fyrir eldhúsdagsumræðurnar í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það sem hefur auðvitað verið að gerast undanfarin ár er að með fjölgun flokka í þinginu hefur þessi umræða lengst. Það hafa komið upp sjónarmið um að það gæti verið ástæða til að stytta hana. Þá er þetta tilraun til að nálgast það,“ segir Birgir. Umræðan í kvöld verði því um tvær klukkustundir en fyrri umræður hafi farið upp í allt að tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Þingflokksformenn séu síðan sammála um að ræða fyrirkomulag bæði eldhúsdagsumræðnanna og umræðna um stefnuræðu forsætisráðherra frekar þótt stefnuræðan væri aðeins fastari í forminu. En um þessar umræður væri alltaf samið fyrir fram á milli þingflokksformanna. „Eitt af því sem hefur stundum verið rætt er hvort hægt væri að nýta þetta svo kallaða andsvara fyrirkomulag sem við notum í öðrum umræðum í þinginu. Þar sem einn eða fleiri þingmenn geta brugðist við orðum ræðumanns með örstuttri athugasemd. Það er kannski aðeins flóknara í framkvæmd. Hins vegar verða svoleiðis umræður oft dálítiðsnarpari og líflegri,“ segir forseti Alþingis. Fjármálaráðherra sýnir marvælaráðherra eitthvað markvert á símanum sínum. Þau tala hvorugt í umræðunum í kvöld.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að strax á eftir eldhúsdagsumræðunum munu ónefndir sérfræðingar fara yfir umræðurnar í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Alþingi. En strangar reglur gilda á Alþingi um að þar megi einungis taka viðtöl við þingmenn og starfsfólk þingsins. „Af praktískum ástæðum þótti rétt að gera þessa undantekningu núna. Það er hins vegar auðvitað eitthvað sem líka verður metið í ljósi reynslunnar.“ Þannig að það kemur þá alveg eins til greina að hleypa fleiri sjónvarpsstöðvum að með slíka dagskrá að loknum eldhúsdegi og stefnuræðu? „Það er auðvitað ekkert útilokað í því,“ segir Birgir Ármannsson. Fyrirkomulag umræðunnar Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Viðreisn og Miðflokkurinn. Fyrir Samfylkinguna tala í fyrri umferð Helga Vala Helgadóttir, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þeirri seinni Jóhann Páll Jóhannsson, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 6. þm. Norðausturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Flokk fólksins tala Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í seinni umferð. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru Ingibjörg Isaksen, 1. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Stefán Vagn Stefánsson, 1. þm. Norðvesturkjördæmis, í þeirri seinni. Ræðumenn Pírata eru í fyrri umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis, og í seinni umferð Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður. Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Bjarni Jónsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Viðreisn tala í fyrri umferð Hanna Katrín Friðriksson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri seinni Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og í þeirri seinni Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis. Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á haustþingi og svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi á vorin hafa verið fastir liðir og í föstum skorðum eins lengi og elstu menn muna. Í báðum tilvikum hafa verið þrjár umferðir í umræðunum þar sem fulltrúar allra flokka á þingi taka til máls. Eldhúsdagsumræður fara fram klukkan 19:35 í kvöld og í þetta skiptið verða umferðirnar einungis tvær. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafi sýnt áhuga á að stytta umræðuna og einfaldasta leiðin hafi verið að fækka umferðum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafa náð samkomulagi um að fækka umferðum úr þremur í tvær fyrir eldhúsdagsumræðurnar í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það sem hefur auðvitað verið að gerast undanfarin ár er að með fjölgun flokka í þinginu hefur þessi umræða lengst. Það hafa komið upp sjónarmið um að það gæti verið ástæða til að stytta hana. Þá er þetta tilraun til að nálgast það,“ segir Birgir. Umræðan í kvöld verði því um tvær klukkustundir en fyrri umræður hafi farið upp í allt að tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Þingflokksformenn séu síðan sammála um að ræða fyrirkomulag bæði eldhúsdagsumræðnanna og umræðna um stefnuræðu forsætisráðherra frekar þótt stefnuræðan væri aðeins fastari í forminu. En um þessar umræður væri alltaf samið fyrir fram á milli þingflokksformanna. „Eitt af því sem hefur stundum verið rætt er hvort hægt væri að nýta þetta svo kallaða andsvara fyrirkomulag sem við notum í öðrum umræðum í þinginu. Þar sem einn eða fleiri þingmenn geta brugðist við orðum ræðumanns með örstuttri athugasemd. Það er kannski aðeins flóknara í framkvæmd. Hins vegar verða svoleiðis umræður oft dálítiðsnarpari og líflegri,“ segir forseti Alþingis. Fjármálaráðherra sýnir marvælaráðherra eitthvað markvert á símanum sínum. Þau tala hvorugt í umræðunum í kvöld.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að strax á eftir eldhúsdagsumræðunum munu ónefndir sérfræðingar fara yfir umræðurnar í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Alþingi. En strangar reglur gilda á Alþingi um að þar megi einungis taka viðtöl við þingmenn og starfsfólk þingsins. „Af praktískum ástæðum þótti rétt að gera þessa undantekningu núna. Það er hins vegar auðvitað eitthvað sem líka verður metið í ljósi reynslunnar.“ Þannig að það kemur þá alveg eins til greina að hleypa fleiri sjónvarpsstöðvum að með slíka dagskrá að loknum eldhúsdegi og stefnuræðu? „Það er auðvitað ekkert útilokað í því,“ segir Birgir Ármannsson. Fyrirkomulag umræðunnar Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Viðreisn og Miðflokkurinn. Fyrir Samfylkinguna tala í fyrri umferð Helga Vala Helgadóttir, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þeirri seinni Jóhann Páll Jóhannsson, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 6. þm. Norðausturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Flokk fólksins tala Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í seinni umferð. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru Ingibjörg Isaksen, 1. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Stefán Vagn Stefánsson, 1. þm. Norðvesturkjördæmis, í þeirri seinni. Ræðumenn Pírata eru í fyrri umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis, og í seinni umferð Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður. Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Bjarni Jónsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Viðreisn tala í fyrri umferð Hanna Katrín Friðriksson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri seinni Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og í þeirri seinni Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis.
Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira