Innlent

Nafn mannsins sem lést í Barða­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Gylfi Bergmann Heimisson var fæddur árið 1975.
Gylfi Bergmann Heimisson var fæddur árið 1975.

Maðurinn sem lést í árásinni í Barðavogi í Reykjavík á laugardaginn hét Gylfi Bergmann Heimisson. Hann var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Dánartilkynning birtist bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. „Elsku hjartans hugrakki, yndislegi, hjálpsami og besti pabbi okkar, sonur, bróðir, tengdapabbi og mágur, Gylfi Bergmann Heimisson, lést laugardaginn 4. júní,“ segir í auglýsingunni.

Gylfi starfaði sem veitingamaður og stofnaði veitingavagninn Gastro Truck sem er meðal annars að finna í mathöllunum á Höfða og á Granda í Reykjavík.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á sunnudaginn karlmann í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við árásina.


Tengdar fréttir

Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða

Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi heldur áfram en ýmsir þættir eru nú til skoðunar. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri og lætur eftir sig fjögur börn. Íbúar í hverfinu lýsa ógnvekjandi hegðun hins grunaða um árabil og segja marga hafa óttast hann. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×