Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júní 2022 13:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að allir þurfi að sammælast að um forgangsmál sé að ræða. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira