Hann virðist hafa beðið hennar í íslensku náttúrunni og sjálfur setti hann inn færslu með skilaboðunum „Guði sé lof að hún sagði já“.
Jökull í Kaleo og Telma trúlofuð

Jökull Júlíusson söngvari Kaleo og kærasta hans til margra ára Telma Fanney Magnúsdóttir eru trúlofuð. Samkvæmt færslu frá Telmu á Instagram var stóra spurningin borin upp þann 24. maí og var svarið við henni auðvelt fyrir hana, já.
Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Jólatónleikar, ást og Celine Dion
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Kaleo kom fram í þætti Seth Meyers og það á Elliðavatni
Í gærkvöldi komu þeir Jökull Júlíusson og Þorleifur Gaukur Davíðsson fram í þættinum Late Night með Seth Meyers.

Kaleo gefur út tvö ný lög í einu
Sveitin Kaleo hefur sent frá sér tvö ný lög sem voru birt á YouTube síðu sveitarinnar rétt í þessu.