Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 16:00 Skov Olsen sést hér að máta sig við holuna á Ernst Happel-vellinum í Vín. Skjáskot Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok. Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld. Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld.
Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05