Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 16:00 Skov Olsen sést hér að máta sig við holuna á Ernst Happel-vellinum í Vín. Skjáskot Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok. Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld. Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld.
Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05