Erlent

Hvergi nærri öruggur í em­bætti

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í júlí 2019.
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í júlí 2019. AP

Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC.

148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn sem þýðir að um 40 prósent þingmanna vildu hann á brott, en Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downingstræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins.

Aðeins 63 atkvæði skildu milli feigs og ófeigs og er þetta töluvert minni munur en í tveimur síðustu slíku atkvæðagreiðslum innan flokksins.

Síðast gerðist slíkt árið 2018 þegar Theresa May stóð af sér vantrauststillögu og þar áður 1995 þegar John Major gerði slíkt hið sama.

Bæði fengu þau töluvert meiri stuðning en Johnson fær núna en bæði voru þau horfin úr embætti skömmu síðar, Major tapaði kosningum tveimur árum síðar með miklum mun og May var horfin á braut hálfu ári síðar.


Tengdar fréttir

Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson

Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.