Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. júní 2022 19:32 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir erfitt að segja til um tímaramma þegar kemur að rannsókninni. Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir. Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir.
Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira