Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 15:41 Skúli Þór segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. Samsett Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. „Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr. Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr.
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34