Innlent

Bar­smíðar hafi leitt til dauða mannsins

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mynd af vettvangi. Þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar fréttastofu bar að garði.
Mynd af vettvangi. Þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar fréttastofu bar að garði. Vísir/Helena

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 

RÚV greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum þess er nú grunur um að maðurinn sem lést, hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað.

Andlátið er sem fyrr segir rannsakað sem morð og er hinn handtekni fæddur árið 2001.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, staðfesti við fréttastofu í gærkvöld að grunur hafi verið um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Hinn látni er karlmaður á fimmtugsaldri.

Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi í gærkvöld en andlátið átti sér stað um kvöldmatarleytið í gær, eins og segir í tilkynningu lögreglu. Búið var að girða götuna af, beggja vegna hússins sem grunur er um að morð hafi verið framið í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×