Meintur banamaður Litvinenkos lést úr Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 18:29 Dmitry Kovtun lést á sjúkrahúsi í Moskvu úr Covid-19. Getty/Alexey Maishev Annar mannanna, sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum, er látinn úr Covid-19. Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim. Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim.
Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03