Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 08:59 Alexander Litvinenko veslaðist upp og lést á endanum eftir að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar byrluðu honum sjaldgæfa og afar hættulega geislavirka samsætu árið 2006. Hann var 43 ára gamall. Vísir/Getty Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. „Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
„Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira