Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 08:59 Alexander Litvinenko veslaðist upp og lést á endanum eftir að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar byrluðu honum sjaldgæfa og afar hættulega geislavirka samsætu árið 2006. Hann var 43 ára gamall. Vísir/Getty Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. „Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
„Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira