Hiti verður frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi.
Suðvestan 8-13 norðvestantil í nótt og á morgun, en annars hægari. Rigning með köflum um landið sunnanvert, skýjað og úrkomulítið á Vestfjörðum, en annars þurrt. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi, en kólnar um kvöldið, einkum fyrir norðan.
Veðurhorfur næstu daga
Á mánudag (annar í hvítasunnu): Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s en norðvestan 8-13 fram eftir degi norðaustantil. Lítilsháttar úrkoma norðanlands en annar syfirleitt þurrt og bjart með köflum. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Suðaustan 5-10 og lítilsháttar rigning á Suður- og Vesturlandi um kvöldið.
Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Bjart með köflum norðanlands en dálítil rigning sunnantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast vestanlands.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnanlands, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Fremur milt veður.