Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 22:31 Breka Karlssyni líst ekkert á að enn eitt auglýsingaskiltið verði sett upp við Klambratún. Stöð 2/Sigurjón Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum. Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum.
Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira