Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Óttar Kolbeinsson Proppé og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 3. júní 2022 13:20 Lilja og Bjarni hafa síðustu daga tekist á um frumvarp Lilju um kvikmyndastyrki og hvort það sé vanfjármagnað eða ekki. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira