„Hefðum klárlega reynt að skella okkur í pottinn að rifja upp gamla tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 19:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta leikur seinustu þrjá leiki sína í undankeppni EM á næstu níu dögum. Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, ræddi um komandi verkefni, ásamt því að fara stuttlega yfir tímabilið með Lyngby þar sem liðið tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni. „Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
„Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira