„Lifði hamingjusöm til æviloka“ Elísabet Hanna skrifar 2. júní 2022 16:30 Nanna hefur aldrei verið hamingjusamari en eftir að hún seldi allt og flutti í sveitina. Skjáskot Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30