„Lifði hamingjusöm til æviloka“ Elísabet Hanna skrifar 2. júní 2022 16:30 Nanna hefur aldrei verið hamingjusamari en eftir að hún seldi allt og flutti í sveitina. Skjáskot Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30