Fótbolti

Svona er EM-búningur Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir í EM-búningnum.
Glódís Perla Viggósdóttir í EM-búningnum. instagram-síða glódísar

Nú er ljóst hvernig búningum íslenska kvennalandsliðið mun spila í á Evrópumótinu í Englandi í júlí.

Glódís Perla Viggósdóttir birti myndir af sér í EM-búningnum á Instagram. Fjögur lið af sextán á EM spila í búningum frá Puma og þeir voru allir frumsýndir á viðburði í London í gær.

Auk Íslands spila Austurríki, Sviss og Ítalía í búningum frá Puma. Íslendingar og Ítalir eru saman í riðli á EM og mætast í Manchester 14. júlí.

EM-búningurinn er mjög svipaður nýja landsliðsbúningnum sem var frumsýndur fyrr í vikunni við vægast sagt dræmar undirtektir.

Búast má við að íslenska liðið spili í fyrsta sinn í EM-búningnum í eina vináttulandsleiknum fyrir mótið. Hann verður 29. apríl en ekki er ljóst gegn hverjum eða hvar. Hann verður þó ekki hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×