Erlent

Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var mætt á vettvang á innan við fjórum mínútum.
Lögregla var mætt á vettvang á innan við fjórum mínútum. AP/Tulsa World/Ian Maule

Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu.

Það tók lögreglu aðeins fjórar mínútur að mæta á vettvang eftir að útkall barst en árásinni lauk þegar byssumaðurinn tók eigið líf með öðru skotvopnanna. 

Kennsl hafa ekki verið borin á manninn en hann er sagður hafa verið á aldrinum 35 til 40 ára. Ekki er vitað hvað honum gekk til en lögregla hefur þó sagt að það hafi ekki verið tilviljun að hann lét til skarar skríða á sjúkrahúsinu. 

Samkvæmt Washington Post hýsti umrædd bygging meðal annars miðstöð bæklunarlækninga.

Það hefur ekki verið gefið upp hvort látnu voru starfsmenn eða sjúklingar.

Ekki er vika liðin síðan Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti landsmenn til að sameinast nú gegn byssuvandamálinu eftir að nítján börn og tveir kennarar voru myrtir í grunnskóla í Texas.


Tengdar fréttir

Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi

Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×