Innlent

Framsókn, Samfylking og Bein leið ná saman í Reykjanesbæ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Oddvitar flokkanna þriggja. Friðjón Einarsson frá Samfylkingunni, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir úr Framsókn og Valgerður Björk Pálsdóttir úr Beinni leið.
Oddvitar flokkanna þriggja. Friðjón Einarsson frá Samfylkingunni, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir úr Framsókn og Valgerður Björk Pálsdóttir úr Beinni leið. Vísir

Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í Reykjanesbæ á kjörtímabilinu. Undirritun meirihlutasamstarfs mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30.

Flokkarnir þrír hófu meirihlutaviðræður 22. maí síðastliðinn en þeir voru saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og mynduðu þá sex manna meirihluta. Flokkarnir bættu við sig manni í kosningum núna í maí.


Tengdar fréttir

Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ

Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×