Hækkunin er sú mesta frá hruni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2022 17:47 Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir launafólk finna vel fyrir öllum þeim hækkunum sem orðið hafa undanfarið. Vísir/Egill Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“ Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira