„Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir segir að ef til vill hafi leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta ekki alveg verið tilbúnir fyrir alla athyglina og pressuna á síðasta Evrópumóti. Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01
Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01