Farþegi rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú Hríseyjarferjunnar Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2022 12:55 Hríseyjarferjan Sævar við landfestar í Hrísey. Atvikið sem um ræðir átti sér þó stað í höfninni á Árskógssandi. Vísir/Atli Farþegi í Hríseyjarferjunni Sævari rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú ferjunnar eftir að hnykkur kom á hana þegar verið var að hífa fiskikör í land í höfninni á Árskógssandi. Atvikið átti sér stað í september síðastliðinn, en rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu um málið. Þar segir að skipverjar hafi verið að hífa fiskikör í land, en þegar halli kom á skipið vegna hífinga hafi landgöngubrúin farið upp úr falsi sem hún lá í. Í atvikalýsingunni segir að skömmu síðar hafi farþegi gengið eftir landgöngubrúnni og hnykkur komið á hana þannig að farþeginn hafi fallið á handrið brúarinnar. Landgöngubrúin féll þá um tuttugu til þrjátíu sentimetra og hékk í vír. Farþeginn var þá fluttur á sjúkrahús og reyndist rifbeinsbrotinn. Enginn búnaður til að hindra umferð Við rannsókn á málinu kom í ljós að farþeginn hafi farið um borð í ferjuna á meðan var að hífa körin í land, en svo farið aftur upp á bryggju. Skipið stoppi öllu jöfnu í um fimmtán mínútur áður en það leggur af stað aftur. Að sögn skipstjóra hafi þeir ekki viljað að farið væri um borð á meðan verið væri að lesta og losa skipið. Enginn búnaður hafi hins vegar verið á endum landgöngubrúarinnar (hlið eða keðjur) til að hindra umferð um landganginn. Rannsóknarnefndin segir að orsök slyssins hafi verið að farþegi hafi gengið um landgöngubrú eftir að hún hafði losnað úr falsi. Engar verklagsreglur væru um borð í skipinu um umferð farþega meðan lestað er og losað og bendir nefndin á mikilvægi þess að settar séu verklagsreglur um umferð farþega. Hrísey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgönguslys Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Atvikið átti sér stað í september síðastliðinn, en rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu um málið. Þar segir að skipverjar hafi verið að hífa fiskikör í land, en þegar halli kom á skipið vegna hífinga hafi landgöngubrúin farið upp úr falsi sem hún lá í. Í atvikalýsingunni segir að skömmu síðar hafi farþegi gengið eftir landgöngubrúnni og hnykkur komið á hana þannig að farþeginn hafi fallið á handrið brúarinnar. Landgöngubrúin féll þá um tuttugu til þrjátíu sentimetra og hékk í vír. Farþeginn var þá fluttur á sjúkrahús og reyndist rifbeinsbrotinn. Enginn búnaður til að hindra umferð Við rannsókn á málinu kom í ljós að farþeginn hafi farið um borð í ferjuna á meðan var að hífa körin í land, en svo farið aftur upp á bryggju. Skipið stoppi öllu jöfnu í um fimmtán mínútur áður en það leggur af stað aftur. Að sögn skipstjóra hafi þeir ekki viljað að farið væri um borð á meðan verið væri að lesta og losa skipið. Enginn búnaður hafi hins vegar verið á endum landgöngubrúarinnar (hlið eða keðjur) til að hindra umferð um landganginn. Rannsóknarnefndin segir að orsök slyssins hafi verið að farþegi hafi gengið um landgöngubrú eftir að hún hafði losnað úr falsi. Engar verklagsreglur væru um borð í skipinu um umferð farþega meðan lestað er og losað og bendir nefndin á mikilvægi þess að settar séu verklagsreglur um umferð farþega.
Hrísey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgönguslys Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira