Innlent

Kveikt í bíl í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá slökkvistarfi á vettvangi í gær.
Frá slökkvistarfi á vettvangi í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar tilkynnt var um mikinn reyk sem lagði frá bíl við Gjáhellu í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið lukkan 20:45 og gekk greiðlega að slökkva eldinn. 

Í færslu slökkviliðs á Facebook segir að mikinn svartan reyk hafi lagt frá hrauninu og voru margir sem hringdu til að tilkynna um eldinn. 

„Þar voru allar stöðvar ræstar út, en svo þegar í ljós kom að eldurinn væri í bíl var dregið út og slökkviliðið í Hafnarfirði sá um að slökkva eldinn,“ segir í færslu slökkviliðs á Facebook.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að grunur sé um íkveikju og að málið sé í rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×