Innlent

Íris dúxaði og sópaði til sín verðlaunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íris með blómvönd og verðlaun að lokinni útskriftarathöfn.
Íris með blómvönd og verðlaun að lokinni útskriftarathöfn. FMOS

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ útskrifaði 24 nemendur við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í liðinni viku. Íris Torfadóttir var dúx skólans og hlaut þrenn verðlaun fyrir námsárangur sinn.

Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir tveir nemendur og fjórir af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir sextán nemendur þar af voru tveir af hestakjörsviði, tveir af listakjörsviði, einn af íþrótta- og lýðheilsukjörsviði og einn af handboltakjörsviði. Tveir nemendur eru brautskráðir af sérnámsbraut.

Íris Torfadóttir fékk viðurkenningu frá Mosfellsbæ fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi en hún fékk 9,35 í meðaleinkunn. Hún fékk einnig menntaverðlaun Háskóla Íslands auk verðlauna fyrir góðan árangur í spænsku og umhverfisfræði.

Aron Ingi Hákonarson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu, náttúrufræði og líffræði. Aníta Mjöll Hallfreðsdóttir og Sigrún Sól Hannesdóttir hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í heimspeki. 

Hera Björg Ingadóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku, spænsku og umhverfisfræði, Viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og umhverfisfræði fékk Elsa Björg Pálsdóttir en hún fékk einnig viðurkenningu fyrir starf í þágu Nemendafélagsins. Róbert Mikael Óskarsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku, stærðfræði og raungreinum. 

Í listgreinum fékk Aníta Mjöll Hallfreðsdóttir viðurkenningu fyrir góðan árangur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×