Innlent

Verð­bólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Verð á bensíni hækkaði um 2,9 prósent milli mánaða en verð í líternum stendur nú á ýmsum stöðum í hátt í 325 krónum. 
Verð á bensíni hækkaði um 2,9 prósent milli mánaða en verð í líternum stendur nú á ýmsum stöðum í hátt í 325 krónum.  Vísir/Vilhelm

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár.

Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofunnar. Nánar tiltekið hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 0,9%, reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,3%, verð á nýjum bílum hækkaði um 2,1% og verð á bensíni og olíum hækkaði um 2,9%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði hins vegar um um 6,9%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,5%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 450,2 stig og hækkar um 0,42% frá apríl 2022

Mesta verðbólga síðan 2010

Verðbólgan heldur því áfram að aukast og er komin í 7,6% á ársgrundvelli, fer úr 7,2% frá því í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri síðan í apríl árið 2010. Verðbólga hefur aukist í hverjum mánuði síðan í ágúst 2021, þegar hún mældist 4,3%

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur, taldi þó á Sprengisandi um helgina að ólíklegt væri að verðbólgan fari yfir 10 prósent, þrátt fyrir spár ýmissa sérfræðinga um hið gagnstæða. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Verðbólga eykst í 7,2 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.