Fótbolti

Willum Þór á skotskónum og BATE enn ó­sigrað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willum Þór hlóð í eitt mark er BATE er áfram ósigrað.
Willum Þór hlóð í eitt mark er BATE er áfram ósigrað. BATE

Frábært gengi BATE Borisov í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta heldur áfram. Willum Þór Willumsson var á skotskónum er liðið vann þægilegan 3-0 sigur á botnliði Dynamo Brest.

BATE hefur byrjað tímabilið og verið nær óstöðvandi. Gott gengi liðsins hélt áfram en eftir aðeins stundarfjórðung var liðið komið yfir. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0 gestunum í vil og þannig var hún í hálfleik.

Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik gulltryggði Willum Þór sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Varnarmaðurinn Vladislav Malkevich gerði sér lítið fyrir og bauð upp á þrennu af stoðsendingum en hann lagði upp öll mörk gestanna.

Skömmu síðar – á 59. mínútu – var Willum Þór tekinn af velli og ætti því að vera ferskur og fullur sjálfstrausts þegar hann mætir í komandi landsliðsverkefni Íslands. 

Ekki urðu mörkin fleiri og lauk leiknum með 3-0 sigri BATE sem er á toppnum í Hvíta-Rússlandi með 23 stig eftir 9 umferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.