Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 09:01 Jürgen Klopp fylgist með æfingu sinna manna á nýja grasinu. Matthias Hangst/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum. Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Eins og var greint frá hér á Vísi í gærkvöldi var nýtt gras lagt á völlinn í vikunni. Það hefur því ekki fengið mikinn tíma til að jafna sig og Klopp segir að það gæti verið slæmt fyrir leikinn. „Yfirleitt þegar ég segi að völlurinn líti út eins og ný þá eru það góðar fréttir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „En völlurinn er nýr síðan í gær og það eru ekki bestu fréttirnar. En það hefur jafn mikil áhrif á bæði liðin.“ Hann segir að þó að grasið sé splunkunýtt hafi það ekki áhrif á æfingaáætlun liðsins. „Við æfum eins og venjulega. Þetta er okkar stóra stund á tímabilinu. Ég sá dómarana taka sína æfingu og boltinn skoppar eðlilega. Maður getur samt séð línurnar í vellinum og það er ekki eðlilegt.“ „Einhverjum þótti það góð hugmynd að koma með völlinn deginum fyrir leikinn - það er áhugavert. En þetta hafði ekki áhrif á tilfinningu mína fyrir leiknum. Við hefðum spilað þennan leik á petanque-velli. Ef bæði lið eru sátt þá er ég sáttur.“ Þrátt fyrir að stærsti leikur ársins sé framundan hjá Klopp og hans mönnum þá var stutt í grínið hjá Þjóðverjanum og hann sagðist vona að enginn myndi skrifa grein um að hann væri að væla yfir vellinum. „Ég vona að enginn skrifi grein um að Klopp sé að væla yfir vellinum. Ég er ekki að því. Þetta gæti bara verið aðeins öðruvísi,“ sagði Klopp að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira