Innlent

Fjölgar at­vinnu­leyfum fyrir leigu­bíla um hundrað

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“.

Atvinnuleyfin á svæðinu verða því 680 talsins og er um að ræða mestu fjölgun atvinnuleyfa í einu frá því að lög um leigubíla voru sett árið 2001.

Frá þessu segir á vef innviðaráðuneytisins. Þar segir að breytingarnar séu gerðar til að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubílamarkaði. Ráðherra hafi staðfest breytingu á reglugerð um leigubifreiðar (nr. 397/2003), sem tak gildi á næstu dögum.

„Samgöngustofa, sem samkvæmt lögum skal meta tillögur að breytingum af þessu tagi, gerði ekki athugasemd við að fjölga leyfum á takmörkunarsvæði I. Á hinn bóginn taldi stofnunin ekki ástæðu til að fjölga atvinnuleyfum á öðrum takmörkunarsvæðum, þar sem leyfum var nýlega fjölgað á svæði III og þar sem atvinnuleyfi, sem í boði eru á svæði II, eru ekki fullnýtt.

Úthlutun nýrra atvinnuleyfa er fyrirhuguð á næstu vikum,“ segir á vef ráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Leigubílsstjórar í Róm svindla alltaf á Tomma

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um leigubíla nú síðdegis og þegar þetta er skrifað er það til umræðu á þinginu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli í umræðunni með því að deila með þingmönnum persónulegri reynslu sinni af leigubílum víðs vegar um veröldina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.