Alþingi verði að koma áfengislöggjöf til nútímans Snorri Másson skrifar 26. maí 2022 16:15 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt frumvarp um smábrugghús fyrir þingið en kallar það hænuskref í rétta átt. Vísir/Vilhelm Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis. Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira