Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 23:32 Beto O'Rourke, hér til vinstri, stal senunni á blaðamafundi ríkisstjóra Texas í dag. Rourke er keppinautur hans í komandi ríkisstjórakosningum í Texas. Jordan Vonderhaar/Getty Images Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57