Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Lillý Valgerður Pétursdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2022 20:57 Sextán þúsund manns búa í bænum Uvalde þar sem skotárásin var framin. William Luther/The San Antonio Express-News via AP Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. Það var skömmu fyrir hádegi í gær að staðartíma sem að hinn átján ára Salvador Ramos mætti vopnaður í Robb grunnskólann í Uvalde sem er í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum. Hann var með riffla og mikið magn skotfæra á sér og í skotheldu vesti. Lögregla var fljót á staðinn eftir að tilkynning um árásina barst en þeim fyrstu á vettvang tókst ekki að koma í veg fyrir að hann næði að loka sig af inni í kennslustofu með hópi barna og kennurum. „Við vorum með lögreglumenn á staðnum sem brugðust þegar í stað við og reyndu án þess að hika að komast inn í skólann. En þeir stóðu illa að vígi því byssumaðurinn hafði lokað sig inni í skólastofu,“ sagði Christopher Olivarez hjá lögreglunni í Texas í viðtali við bandaríska fréttamenn í nótt. Ramos, sem lögregla segist hafa skotið til bana á vettvangi, er sagður hafa skotið ömmu sína á heimili þeirra áður en hann hélt akandi að Robb-grunnskólanum. Hann er sagður hafa klesst bílinn sem hann ók, áður en hann gekk inn í skólann klæddur hermannabúnaði og með riffil í höndunum. Þegar í skólann var komið er Ramos sagður hafa lokað börnin 19 inni í skólastofu fyrir fjórða bekk, ásamt tveimur kennurum, og skotið þau til bana. Á meðan segist lögreglan hafa umkringt skólann og brotið rúður svo hægt væri að forða sem flestum börnum og starfsmönnum skólans út úr byggingunni. Amma mannsins er ekki látin, en ástand hennar er sagt lífshættulegt. Rannsakendur málsins vonast til að hún geti varpað ljósi á hvers vegna maðurinn gerði það sem hann gerði. Auk þeirra 19 barna sem létust særðist nokkur fjöldi barna, en tala þeirra hefur ekki verið gerð opinber af yfirvöldum. Á meðan á árásinni stóð söfnuðust óttaslegnir foreldrar saman fyrir utan skólann og biðu fregna af börnum sínum. Einn þeirra var Jessie Rodriguez. „Ég er að leita að dóttur minni. Eftir skotárásina vita þau ekki hvar hún er.“ Nítján börn og tveir kennarar létust í skotárásinni á Robb-grunnskólann í Uvalde í Texas í gær.Brandon Bell/Getty Öryggisgæsla í skólum í Bandaríkjunum var víða hert í dag. Árásin er sú mannskæðasta í áratug í skóla í Bandaríkjunum eða frá árásinni í Sandy Hook grunnskólann. Á þessum áratug hafa um níu hundruð skotárásir verið gerðar í skólum þar í landi. Bandarískir fjölmiðlar hafa í dag birt myndir af nokkrum af börnunum sem létust í árásinni. Þeirra á meðal af Uziyah Garcia sem var átta ára. Uziyah Garcia var átta ára nemandi við skólann og einn þeirra sem lét lífið í árásinni. Amma hans tók þessa mynd þegar hann heimsótti hana í mars.Manny Renfro via AP Kalla eftir harðari vopnalöggjöf Margir eru sárir og reiðir og telja að fyrir átt hefði fyrir löngu að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Þar á meðal Steve Kerr þjálfari körfuknattleiksliðsins Golden State Warriors. „Það er nóg komið. Það eru 50 öldungadeildarþingmenn núna sem neita að greiða atkvæði um H.R. 8-frumvarpið, sem gerir ráð fyrir bakgrunnsathugun, sem fulltrúadeildin samþykkti fyrir tveim árum. Það hefur setið þarna í tvö ár. Það er ástæða fyrir því að þeir vilja ekki greiða atkvæði um það. Þeir vilja halda í völdin.“ Chris Murphy þingmaður Demókrataflokksins tók í sama streng. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem svona gerist. Í engu öðru landi í heiminum óttast börn um líf sitt þegar þau ganga inn í skólann á morgnana. Þetta er val okkar. Við getum gert eitthvað í þessu.“ Þá ávarpaði Joe Biden þjóð sína eftir voðaverkin og hvatti til aðgerða og að vopnalöggjöfinni væri breytt. „Við verðum að gera öllum kjörnum fulltrúum í þessu landi ljóst að það sé kominn tími til að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Búist er við því að Biden Bandaríkjaforseti muni heimsækja Uvalde á næstu dögum, en árásin e sem var gerð þar í gær er sem fyrr segir mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því í desember 2012, þegar 26 manns, þar af 20 börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. 25. maí 2022 13:30 Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. 25. maí 2022 09:15 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Það var skömmu fyrir hádegi í gær að staðartíma sem að hinn átján ára Salvador Ramos mætti vopnaður í Robb grunnskólann í Uvalde sem er í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum. Hann var með riffla og mikið magn skotfæra á sér og í skotheldu vesti. Lögregla var fljót á staðinn eftir að tilkynning um árásina barst en þeim fyrstu á vettvang tókst ekki að koma í veg fyrir að hann næði að loka sig af inni í kennslustofu með hópi barna og kennurum. „Við vorum með lögreglumenn á staðnum sem brugðust þegar í stað við og reyndu án þess að hika að komast inn í skólann. En þeir stóðu illa að vígi því byssumaðurinn hafði lokað sig inni í skólastofu,“ sagði Christopher Olivarez hjá lögreglunni í Texas í viðtali við bandaríska fréttamenn í nótt. Ramos, sem lögregla segist hafa skotið til bana á vettvangi, er sagður hafa skotið ömmu sína á heimili þeirra áður en hann hélt akandi að Robb-grunnskólanum. Hann er sagður hafa klesst bílinn sem hann ók, áður en hann gekk inn í skólann klæddur hermannabúnaði og með riffil í höndunum. Þegar í skólann var komið er Ramos sagður hafa lokað börnin 19 inni í skólastofu fyrir fjórða bekk, ásamt tveimur kennurum, og skotið þau til bana. Á meðan segist lögreglan hafa umkringt skólann og brotið rúður svo hægt væri að forða sem flestum börnum og starfsmönnum skólans út úr byggingunni. Amma mannsins er ekki látin, en ástand hennar er sagt lífshættulegt. Rannsakendur málsins vonast til að hún geti varpað ljósi á hvers vegna maðurinn gerði það sem hann gerði. Auk þeirra 19 barna sem létust særðist nokkur fjöldi barna, en tala þeirra hefur ekki verið gerð opinber af yfirvöldum. Á meðan á árásinni stóð söfnuðust óttaslegnir foreldrar saman fyrir utan skólann og biðu fregna af börnum sínum. Einn þeirra var Jessie Rodriguez. „Ég er að leita að dóttur minni. Eftir skotárásina vita þau ekki hvar hún er.“ Nítján börn og tveir kennarar létust í skotárásinni á Robb-grunnskólann í Uvalde í Texas í gær.Brandon Bell/Getty Öryggisgæsla í skólum í Bandaríkjunum var víða hert í dag. Árásin er sú mannskæðasta í áratug í skóla í Bandaríkjunum eða frá árásinni í Sandy Hook grunnskólann. Á þessum áratug hafa um níu hundruð skotárásir verið gerðar í skólum þar í landi. Bandarískir fjölmiðlar hafa í dag birt myndir af nokkrum af börnunum sem létust í árásinni. Þeirra á meðal af Uziyah Garcia sem var átta ára. Uziyah Garcia var átta ára nemandi við skólann og einn þeirra sem lét lífið í árásinni. Amma hans tók þessa mynd þegar hann heimsótti hana í mars.Manny Renfro via AP Kalla eftir harðari vopnalöggjöf Margir eru sárir og reiðir og telja að fyrir átt hefði fyrir löngu að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Þar á meðal Steve Kerr þjálfari körfuknattleiksliðsins Golden State Warriors. „Það er nóg komið. Það eru 50 öldungadeildarþingmenn núna sem neita að greiða atkvæði um H.R. 8-frumvarpið, sem gerir ráð fyrir bakgrunnsathugun, sem fulltrúadeildin samþykkti fyrir tveim árum. Það hefur setið þarna í tvö ár. Það er ástæða fyrir því að þeir vilja ekki greiða atkvæði um það. Þeir vilja halda í völdin.“ Chris Murphy þingmaður Demókrataflokksins tók í sama streng. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem svona gerist. Í engu öðru landi í heiminum óttast börn um líf sitt þegar þau ganga inn í skólann á morgnana. Þetta er val okkar. Við getum gert eitthvað í þessu.“ Þá ávarpaði Joe Biden þjóð sína eftir voðaverkin og hvatti til aðgerða og að vopnalöggjöfinni væri breytt. „Við verðum að gera öllum kjörnum fulltrúum í þessu landi ljóst að það sé kominn tími til að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Búist er við því að Biden Bandaríkjaforseti muni heimsækja Uvalde á næstu dögum, en árásin e sem var gerð þar í gær er sem fyrr segir mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því í desember 2012, þegar 26 manns, þar af 20 börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. 25. maí 2022 13:30 Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. 25. maí 2022 09:15 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. 25. maí 2022 13:30
Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. 25. maí 2022 09:15
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38