Reyndi að fá Hólmar aftur í landsliðið: „Maður er með nei en getur fengið já“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 13:49 Hólmar Örn Eyjólfsson í baráttu við Romelu Lukaku í leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni fyrir tæpum tveimur árum. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson reyndi að fá Hólmar Örn Eyjólfsson til að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina fjóra í næsta mánuði. Fyrir ári síðan tilkynnti Hólmar Arnari að hann væri hættur í landsliðinu. Síðan þá hafa reynslumiklir miðverðir helst úr lestinni og Arnar freistaði því þess að fá Hólmar til að endurskoða ákvörðun sína. „Ég talaði við hann. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hans sem leikmann. Það er ekki langt síðan hann spilaði með Rosenborg á háu getustigi og hann hefur byrjað tímabilið með Val vel,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Það er ár síðan Hólmar tilkynnti mér að hann ætlaði að einbeita sér að sínum ferli. Maður er með nei en getur fengið já. Hann er ekki bara mjög góður leikmaður heldur mjög reyndur.“ Að sögn Arnars hugsaði Hólmar málið en sagði á endanum nei. Hólmar lék nítján landsleiki og skoraði tvö mörk. Eftir að hafa spilað sem atvinnumaður erlendis síðan 2008 sneri Hólmar aftur heim til Íslands í vetur og samdi við Val. Þrír miðverðir eru í íslenska hópnum sem var kynntur í dag: Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson. Þá getur Hörður Björgvin Magnússon leyst þá stöðu. Ísland mætir Albaníu tvívegis í Þjóðadeildinni í næsta mánuði og Ísrael einu sinni. Þá eigast Ísland og San Marinó við í vináttulandsleik. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira
Fyrir ári síðan tilkynnti Hólmar Arnari að hann væri hættur í landsliðinu. Síðan þá hafa reynslumiklir miðverðir helst úr lestinni og Arnar freistaði því þess að fá Hólmar til að endurskoða ákvörðun sína. „Ég talaði við hann. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hans sem leikmann. Það er ekki langt síðan hann spilaði með Rosenborg á háu getustigi og hann hefur byrjað tímabilið með Val vel,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Það er ár síðan Hólmar tilkynnti mér að hann ætlaði að einbeita sér að sínum ferli. Maður er með nei en getur fengið já. Hann er ekki bara mjög góður leikmaður heldur mjög reyndur.“ Að sögn Arnars hugsaði Hólmar málið en sagði á endanum nei. Hólmar lék nítján landsleiki og skoraði tvö mörk. Eftir að hafa spilað sem atvinnumaður erlendis síðan 2008 sneri Hólmar aftur heim til Íslands í vetur og samdi við Val. Þrír miðverðir eru í íslenska hópnum sem var kynntur í dag: Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson. Þá getur Hörður Björgvin Magnússon leyst þá stöðu. Ísland mætir Albaníu tvívegis í Þjóðadeildinni í næsta mánuði og Ísrael einu sinni. Þá eigast Ísland og San Marinó við í vináttulandsleik.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira