„Ólík sjónarmið“ á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 12:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gagnrýndi framgöngu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í brottvísunarmálum í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ólík sjónarmið hafa komið fram á ríkisstjórnarfundi í gær um yfirvofandi brottvísanir fólks sem sótt hefur um vernd hér á landi. Hún svarar því ekki beint hvort hún taki undir óánægju félagsmálaráðherra með framgöngu dómsmálaráðherra - en segist taka undir ákveðin sjónarmið þess fyrrnefnda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35
Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00