„Ólík sjónarmið“ á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 12:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gagnrýndi framgöngu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í brottvísunarmálum í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ólík sjónarmið hafa komið fram á ríkisstjórnarfundi í gær um yfirvofandi brottvísanir fólks sem sótt hefur um vernd hér á landi. Hún svarar því ekki beint hvort hún taki undir óánægju félagsmálaráðherra með framgöngu dómsmálaráðherra - en segist taka undir ákveðin sjónarmið þess fyrrnefnda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35
Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00